Hún á afmæli í dag …

Aside

Í dag 9. júlí höfum við ástæðu til að fagna, það er afmælisbarn um borð. Skottan hún Svandís Eva Aradóttir fagnar 26 árum frá fæðingu. Hún ákvað að taka daginn snemma og skreið úr rekkju kl 03:35 í nótt enda tíminn sem hún kom í heiminn árið 1992. Svandís hefur haft það náðugt í dag í faðmi félaga sinna um borð. Að sjálfsögðu fékk Svandís gjöf og eftir hádegi var búið að panta tíma fyrir hana í handsnyrtingu.

 

Frímann lét ekki sitt eftir liggja og skellti í eitt stykki afmælistertu. Eftir afmæliskaffið ákvað Svandís að næla sér í fegurðarblund.

Við óskum henni innilega til hamingju með daginn.

Advertisements