Not a new fish species / Ekki ný fisktegund

A year ago we were located in the vicinity of our current location when we caught a small pelagic fish species that we could not identify. We hoped to discover a new and unknown fish species. That would be a big discovery. Our dream did not come true. The small “unknown” pelagic fish was identified by Jónbjörn Pálsson and collaborators as juvenile silver rockling (isl: rauða sævesla; lat: Gaidropsarus argentatus). Silver rockling inhabits the north Atlantic from the coast of Norway to the coast of Canada. Mature individuals have been located at depths from 50 to 1400 m, and maximum recorded individuals length is 42 cm (Jónsson and Pálsson, 2013). Knowledge about spawning and juvenile distribution is limited.

By catching juvenile silver rockling, we now know what they look like, that they are located in the surface 30 meters, and that their distribution range includes the southern slope of the Reykjanes ridge.

The Pelagic Ecosystem Survey

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 7:15, 22.júlí, 2017. Staðsetning 60.15ºN og 22.43ºV.

Við erum stödd sunnarlega á Reykjaneshrygg á svæði sem við heimsækjum ekki oft. Aflinn hérna var áhugaverð blanda af smágerðum uppsjávarfiskategundum sem íslensk fiskskip veiða ekki.

Adda að sorter aflann til tegundar. Adda identifying the catch to species.

Meðal þeirra tegunda sem Adda fann í sýninu var litla geirsíli, laugasíld, íslaxsíld, smokkfiskur, ógreind laxsíld og síðan var fiskitegnund sem ekkert okkar hafði séð áður og fannst ekki í íslensku fiskabókinni. Þið verðið að afsaka lélega upplausn á myndun en eina leiðin til að koma myndunum á netið var að minnka upplausnina.

Smágerður uppsjávarfiskur af óþekktri tegund. An unknown small pelagic fish species.

Við frystum nokkra fiska af óþekktu tegundinni til að taka með okkur á Skúlagötunna. Við vonum að Jón Björn, sérfræðingur í sjaldgæfum fiskum, geti sagt okkur hvaða tegund þetta er.

View original post 126 more words

Advertisements

Seinni hálfleikur hafinn / 2nd half of survey

The second half is underway after a complete change of scientific personnel and  partial change of vessel crew. We began with three targeted capelin larvae sampling stations   southeast of Reyðarfjörður before heading towards the southern most transect south of Iceland (Figure 1). We are working our way towards the south coast of Iceland and the survey ends by sampling the area west of Iceland.

Survey progress through stations on July 20, 2018. Leiðangursframvinda 20. júlí.

 

End of part 1 / Hálfleikur

Capture

We are now coming to the halfway point of the survey and sailing towards Reðarfjördur where there will be changeover of the scientific personnel who will steer the survey during the second half. It has been a joyous two weeks.

Erum nú að verða hálfnuð í leiðangrinum og stefnum suður til Reyðarfjarðar þar sem verða áhafnaskipti og um borð koma þeir sem munu halda áfram suður og vestur um og ljúka yfirferðinni fyrir verzlunarmannahelgi.

 

We have traveled more than 3000 nautical miles (5500 km) and carried out 32 surface trawls. We have passed by icebergs, seen humpback whales, watched Croatia be crushed by France, dissected a lot of fish and a caught lumpfish without a tail, all while estimating the biomass of our three target species Atlantic mackerel (Scomber scombrus), Atlantic herring (Clupea harengus) and blue whiting (Micromesistius poutassou).

I fyrri hlutanum erum við búin að siglda ríflega 2800 sjómílur og höfum tekið 32 yfirborðstog. Við höfum siglt hjá borgarísjökum, séð hnúfubaka, fylgst með því þegar Frakkar tóku Króata í bakaríið, sprett upp fjöldanum öllum af fiskum, veitt hrognkelsi án sporðs og jafnframt þessu aflað gagna til að meta lífmassa tegundanna sem leiðangurinn snýst aðallega um, makríls, síldar og kolmunna.

From all of us from part 1, we say so long and thanks for all the fish.

HM í fótbolta

[in English]

Líkt og hjá flestum landsmönnum er mikill áhugi hér um borð fyrir heimsmeistaramótinu í fótbolta. Í dag er seinni leikurinn í fjórðungsúrslitunum og eru ekki allir sammála um hverjir munu fara með sigur af hólmi. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það lið Englands og Króatíu sem etja munu kappi. Vaktfélagarnir Lína og Sólrún eru ekki á sama máli þegar kemur að leik dagsins og halda með sitt hvoru liðinu. Lína styður England en Sólrún er heitur stuðningsmaður Króata. Þær taka þetta alla leið til að sýna stuðning sinn við liðin.

Megi betra liðið sigra og góða skemmtun yfir leiknum 😊

World Cup football

Just like back home there is great interest here on-board in the World Cup. Today is the second semi-final match and we are not all in agreement about who is most likely to win. For the few that do not know it is England and Croatia who are fighting it out today. Shift mates Lína and Sólrún get along on most things, but support opposing teams. Lína roots for England but Sólrún is an avid Croatia  supporter. They are quite serious about showing support for their teams.

May the best team win and have fun watching the game 😊

Tagging lumpfish

Progress on 10.7.2018

[á íslensku hér fyrir neðan]

Lumpfish come to spawn around the coast of Iceland from March until September. The female will lay the eggs in a nest which will be guarded by the male until hatching. The larvae seek shelter among seaweed where they will feed on small crustaceans. Over time they head out into the ocean far from land where they will grow before returning as an adult to spawn.

Figure 1. Lumpfish catches during the IESSNS survey in July-August 2017.

We know from this survey that lumpfish are spread out over the entire Norwegian sea (Figure 1), from northern Norway to Iceland, down through the Denmark Strait and along the eastern coast of Greenland. However, we do not know how long they spend out in this area or how fast they grow. It is also unclear where the fish that are out in the middle of the Norwegian Sea will go to spawn, Iceland or Norway?

Figure 2. Tagging lumpfish.

To answer these questions, this year we have been tagging lumpfish caught during the survey (Figure 2 & 3). So far we have tagged 91 fish between 13 and 42 cm which have been realesed close to where they have been caught (Figure 4). Each tag has contact details and a unique id number printed on it. The hope is that these fish will be recaptured in the fishery in the next few years and the fishers will agree to send us the fish.

Figure 3. Tagged lumpfish.

Mynd 4. Fjöldi merktra hrognkelsa og staðsetning merkinga í leiðangrinum.

Hrognkelsamerkingar

Hrognkelsi koma inn til hrygningar við Íslandsstrendur á tímabilinu mars til september. Grásleppan hrygnir í hreiður sem rauðmaginn gætir þangað til eggin klekjast út. Lirfurnar leita skjóls innan um þang í fjöruborðinu og éta þar smákrabbadýr. Með tímanum halda þau á fæðuslóð langt út á haf þar sem þau vaxa þangað til þau snúa fullorðin aftur til hrygningar.

Mynd 1. Hrognkelsaafli í IESSNS-leiðangrinum í júlí-ágúst 2017.

Úfrá upplýsingunum sem við höfum aflað í þessum leiðangri vitum við að hrognkelsin eru dreifð á öllu hafsvæðinu sem farið er yfir í túrnum, frá ströndum Norður-Noregs, að Íslandi og allt suður með austurströnd Grænlands. Hins vegar vitum við ekki hversu lengi þau dveljast á úthafinu né heldur hve hratt þau vaxa. Ennfremur er ekki ljóst hvert hrognkelsi í miðju Norður-Atlantshafinu ganga til hrygningar, munu þau hrygna við Ísland eða við Noregsstrendur?

Mynd 2. Frá hrognkelsamerkingu.

Til að svara þessum spurningum höfum við merkt hrognkelsi í leiðangrinum í ár (Myndir 2 og 3). Hingað til  höfum við merkt 91 hrognkelsi á lengdarbilinu 13 til 42 cm og sleppt þeim skammt frá veiðstað (Mynd 4). Á merkjaplötunum eru einkvæð auðkennisnúmer ásamt með upplýsingum hvert skal snúa sér ef merki kemur fram. Við vonumst til að fiskarnir sem við höfum merkt komi fram í veiðum á næstu árum og skili sér, helst allur fiskur .

Mynd 3. Merkt hrognkelsi.

Mynd 4. Fjöldi merktra hrognkelsa og staðsetning merkinga í leiðangrinum.

Hún á afmæli í dag …

Aside

Í dag 9. júlí höfum við ástæðu til að fagna, það er afmælisbarn um borð. Skottan hún Svandís Eva Aradóttir fagnar 26 árum frá fæðingu. Hún ákvað að taka daginn snemma og skreið úr rekkju kl 03:35 í nótt enda tíminn sem hún kom í heiminn árið 1992. Svandís hefur haft það náðugt í dag í faðmi félaga sinna um borð. Að sjálfsögðu fékk Svandís gjöf og eftir hádegi var búið að panta tíma fyrir hana í handsnyrtingu.

 

Frímann lét ekki sitt eftir liggja og skellti í eitt stykki afmælistertu. Eftir afmæliskaffið ákvað Svandís að næla sér í fegurðarblund.

Við óskum henni innilega til hamingju með daginn.

Sampling for capelin larvae

Progress through the stations on 7.7.2018.

[á íslensku hér fyrir neðan]

During the survey, in addition to the main goal of estimating the biomass of mackerel, herring and blue whiting, we carry out a number of side projects along the way. One of the projects this year is sampling for capelin larvae using a 2 m diameter mid-water ring net (MIK) (Figure 1).

Figure 1. Deployment of the mid-water ring net (MIK).

Capelin (Mallotus villosus) feed in Arctic waters close to Greenland and migrate south to Iceland for spawning. Historically, spawning predominantly took place along the southern coast (Figure 2) but activity has been increasing in areas along the northern coast. To investigate this potential shift in spawning habitat, we are collecting samples of larvae and estimating their density using the MIK.

Figure 2. Feeding area (green) and traditional spawning areas of capelin (red). Photo: wikimedia commons.

The MIK is towed at a speed of 2.5-3.0 knots behind the ship and is gradually lowered to 100 m over 15 minutes, then brought back to the surface. The distance covered can then be used to calculate the density of the capelin larvae.

After the MIK is brought aboard, the catch is sorted (Figure 3) and the capelin larvae (Figure 4) are counted and preserved for analysis after the survey. When the samples are returned to the laboratory in Reykjavik, the otoliths (small ear bones) will be removed from each larvae. The otoliths have growth rings, similar to a tree, which can then be used to estimate the age (in days) of the larvae. Using information on ocean currents, we hope to be able to trace the larvae back to where it was likely to have been spawned.

Figure 3. Sigurlína sorting the sample.

Figure 4. Capelin larvae caught using the MIK.

Other fish larvae (Figure 5) are also sorted from the sample which may be used to provide information on other species present around Iceland.

Figure 5. Other fish larvae caught by the MIK.

 

Loðnulirfusöfnun með MIK-háf

Auk meginmarkmiðs leiðangursins, sem er mat á lífmassa makríls, síldar og kolmunna, sinnum við fjölda annarra verkefna í leiðinni. Eitt þeirra er að safna loðnulirfum með MIK-háf (mid-water ring net) sem er 2 m í þvermál (mynd 1).

Mynd 1: MIK háfurinn rétt fyrir tog.

Fæðuslóðir loðnunnar (Mallotus villosus) eru í norðurhöfum nálægt Grænlandi og gengur loðnan síðan suður til Íslands til hrygningar. Hrygningin hefur lengst af verið mest við suðurströndina (mynd 2) en hefur aukist á svæðum meðfram norðurströndinni undanfarið. Til að kanna þessa hugsanlegu breytingu á hrygningarsvæðum erum við að safna lirfusýnum og meta fjölda loðnulirfa með MIK háf.

Mynd 2: Fæðusvæði (græn) og hefðbundin hrygningarsvæði loðnunnar (rauð). Mynd: Wikimedia commons.

MIK háfur er dreginn á 2,5-3,0 hnúta hraða á eftir skipinu og er slakað hægt og rólega niður á 100m dýpi og háfurinn síðan hífður aftur upp á yfirborð. Þetta tekur um það bil 30 mínútur. Út frá þessu er hægt að reikna út þéttleika loðnulirfa.

Eftir að háfurinn hefur verið hífður aftur um borð er sýnið flokkað (mynd 3) og loðnulirfurnar (mynd 4) eru taldar og varðveittar til greiningar eftir leiðangurinn. Lirfurnar eru kvarnaðar og í framhaldi af því eru kvarnirnar aldurslesnar. Kvarnir eru litlir kalksteinar sem tengjast jafnvægisskyni fisksins svipað og innra eyra hjá fólki. Kvarnirnar hafa vaxtarhringi, svipaðir og aldurshringir í trjám, sem hægt er að nota til að aldursgreina lirfurnar (í dögum). Með upplýsingum um sjávarstrauma er svo hægt að nota reklíkan til að staðsetja líklegt hrygningarsvæði lirfanna.

Mynd 3: Vinnsla sýnis.

Mynd 4: Loðnulirfur úr MIK háf.

Aðrar fisklirfur (mynd 5) eru einnig flokkaðar úr sýninu og geta þær nýst til rannsókna á öðrum tegundum sem vaxa upp í kringum landið.

Mynd 5. Lirfur annara tegunda sem hafa fengist í háfinn.