Á vaktinni með Steina yfirvöðvafræðing og netamanni / On shift with Steini the body builder and deckhand

[in english also]

Áhöfn Árna Friðrikssonar er skipuð 17 úrvalsmönnum. Einn þeirra er Þorsteinn Harðarson, kallaður Steini. Hann gegnir tveimur mikilvægum störfum um borð: yfirvöðvafræðingur og netamaður eða háseti. Steini leyfði okkur að fylgja honum eina vakt til að kynnast lífinu um borð.

The crew of R/V Árni Friðriksson has 17 men. One of them Þorsteinn Hardarson, called Steini. He preforms two jobs, as being the body builder and a deckhand. Steini allowed us to join him during one shift to see what it is like to work on a research vessel.

Steini byrjar hverja vakt í ræktinni og er titillinn yfirvöðvafræðingur réttnefni. Eins og Steini segir: „að fara ræktina er kvörðun eða núllpunktur fyrir vaktina og þannig höldum við okkur glöðum og geðgóðum“. Svo vel vill til að Steini er lærður einkaþjálfari og vann sem slíkur í 3 ár áður hann lét gamlan sjómennskudraum rætast. Steini leiðbeinir skipsfélögum sínum í ræktinni af mikilli hörku enda er áhöfnin einstaklega hraustleg.

Steini begins every single shift with a workout, hence the title the body builder. Steini was a professional body building trainer before his his dream of working offshore became true. Steini uses his training background to keep the crew in excellent shape.

Steini byrjaði sem háseti á Árna sumarið 2016 eftir að hafa verið á skipum í Noregi og á Íslandi. Helsti munurinn á því að vera á rannsóknaskipi samanborðið við fiskiskip er hversu fjölbreytt vinnan er á rannsóknaskipum. Á Árna eru mismunandi verkefni allt árið um kring og í sumum leiðöngrum eru mörg mismunandi verkefni í gangi. Á fiskiskipi er þetta einfaldara: kasta, hífa og slægja fisk.

Steini began working on R/V Arni in the summer of 2016. Previously he worked on fishing boats in Iceland and Norway. According to Steini the major difference between working on a fishing boat and a research vessel is how diverse his workday is on R/V Arni. On a research vessel every survey is different and some surveys sample for many different projects. On a fishing boat, work is more repetitive, let the trawl go, haul-back and process the catch.

Á venjulegri vakt í sumaruppsjávarleiðangri gerir Steini við MIK-háfinn, merkir nokkur hrognkelsi, tekur sjósýni með sondunni, tekur eitt bananatog og endar vaktina á að þrífa stakkageymsluna með félögum sínum.

During a typical shift Steini operates the MIK-net, tags and releases live lumpfish, operates the CTD probe, lets the trawl in the water and hauls it back, and finishes by cleaning the changing room.

Að lokum þökkum við Steina fyrir spjallið og fyrir að vera einstaklega þolinmóð fyrirsæta.

We thank Steini for allowing us to join him for a shift and for being an exceptionally patient model.

Advertisements