Tagging lumpfish

lumpfish, lumpsucker, Cyclopterus lumpus, hrognkelsi

Tagged lumpfish

Progress on 10.7.2018

[á íslensku hér fyrir neðan]

Lumpfish come to spawn around the coast of Iceland from March until September. The female will lay the eggs in a nest which will be guarded by the male until hatching. The larvae seek shelter among seaweed where they will feed on small crustaceans. Over time they head out into the ocean far from land where they will grow before returning as an adult to spawn.

Figure 1. Lumpfish catches during the IESSNS survey in July-August 2017.

We know from this survey that lumpfish are spread out over the entire Norwegian sea (Figure 1), from northern Norway to Iceland, down through the Denmark Strait and along the eastern coast of Greenland. However, we do not know how long they spend out in this area or how fast they grow. It is also unclear where the fish that are out in the middle of the Norwegian Sea will go to spawn, Iceland or Norway?

Figure 2. Tagging lumpfish.

To answer these questions, this year we have been tagging lumpfish caught during the survey (Figure 2 & 3). So far we have tagged 91 fish between 13 and 42 cm which have been realesed close to where they have been caught (Figure 4). Each tag has contact details and a unique id number printed on it. The hope is that these fish will be recaptured in the fishery in the next few years and the fishers will agree to send us the fish.

Figure 3. Tagged lumpfish.

Mynd 4. Fjöldi merktra hrognkelsa og staðsetning merkinga í leiðangrinum.

Hrognkelsamerkingar

Hrognkelsi koma inn til hrygningar við Íslandsstrendur á tímabilinu mars til september. Grásleppan hrygnir í hreiður sem rauðmaginn gætir þangað til eggin klekjast út. Lirfurnar leita skjóls innan um þang í fjöruborðinu og éta þar smákrabbadýr. Með tímanum halda þau á fæðuslóð langt út á haf þar sem þau vaxa þangað til þau snúa fullorðin aftur til hrygningar.

Mynd 1. Hrognkelsaafli í IESSNS-leiðangrinum í júlí-ágúst 2017.

Úfrá upplýsingunum sem við höfum aflað í þessum leiðangri vitum við að hrognkelsin eru dreifð á öllu hafsvæðinu sem farið er yfir í túrnum, frá ströndum Norður-Noregs, að Íslandi og allt suður með austurströnd Grænlands. Hins vegar vitum við ekki hversu lengi þau dveljast á úthafinu né heldur hve hratt þau vaxa. Ennfremur er ekki ljóst hvert hrognkelsi í miðju Norður-Atlantshafinu ganga til hrygningar, munu þau hrygna við Ísland eða við Noregsstrendur?

Mynd 2. Frá hrognkelsamerkingu.

Til að svara þessum spurningum höfum við merkt hrognkelsi í leiðangrinum í ár (Myndir 2 og 3). Hingað til  höfum við merkt 91 hrognkelsi á lengdarbilinu 13 til 42 cm og sleppt þeim skammt frá veiðstað (Mynd 4). Á merkjaplötunum eru einkvæð auðkennisnúmer ásamt með upplýsingum hvert skal snúa sér ef merki kemur fram. Við vonumst til að fiskarnir sem við höfum merkt komi fram í veiðum á næstu árum og skili sér, helst allur fiskur .

Mynd 3. Merkt hrognkelsi.

Mynd 4. Fjöldi merktra hrognkelsa og staðsetning merkinga í leiðangrinum.