Sampling for capelin larvae

Progress through the stations on 7.7.2018.

[á íslensku hér fyrir neðan]

During the survey, in addition to the main goal of estimating the biomass of mackerel, herring and blue whiting, we carry out a number of side projects along the way. One of the projects this year is sampling for capelin larvae using a 2 m diameter mid-water ring net (MIK) (Figure 1).

Figure 1. Deployment of the mid-water ring net (MIK).

Capelin (Mallotus villosus) feed in Arctic waters close to Greenland and migrate south to Iceland for spawning. Historically, spawning predominantly took place along the southern coast (Figure 2) but activity has been increasing in areas along the northern coast. To investigate this potential shift in spawning habitat, we are collecting samples of larvae and estimating their density using the MIK.

Figure 2. Feeding area (green) and traditional spawning areas of capelin (red). Photo: wikimedia commons.

The MIK is towed at a speed of 2.5-3.0 knots behind the ship and is gradually lowered to 100 m over 15 minutes, then brought back to the surface. The distance covered can then be used to calculate the density of the capelin larvae.

After the MIK is brought aboard, the catch is sorted (Figure 3) and the capelin larvae (Figure 4) are counted and preserved for analysis after the survey. When the samples are returned to the laboratory in Reykjavik, the otoliths (small ear bones) will be removed from each larvae. The otoliths have growth rings, similar to a tree, which can then be used to estimate the age (in days) of the larvae. Using information on ocean currents, we hope to be able to trace the larvae back to where it was likely to have been spawned.

Figure 3. Sigurlína sorting the sample.

Figure 4. Capelin larvae caught using the MIK.

Other fish larvae (Figure 5) are also sorted from the sample which may be used to provide information on other species present around Iceland.

Figure 5. Other fish larvae caught by the MIK.

 

Loðnulirfusöfnun með MIK-háf

Auk meginmarkmiðs leiðangursins, sem er mat á lífmassa makríls, síldar og kolmunna, sinnum við fjölda annarra verkefna í leiðinni. Eitt þeirra er að safna loðnulirfum með MIK-háf (mid-water ring net) sem er 2 m í þvermál (mynd 1).

Mynd 1: MIK háfurinn rétt fyrir tog.

Fæðuslóðir loðnunnar (Mallotus villosus) eru í norðurhöfum nálægt Grænlandi og gengur loðnan síðan suður til Íslands til hrygningar. Hrygningin hefur lengst af verið mest við suðurströndina (mynd 2) en hefur aukist á svæðum meðfram norðurströndinni undanfarið. Til að kanna þessa hugsanlegu breytingu á hrygningarsvæðum erum við að safna lirfusýnum og meta fjölda loðnulirfa með MIK háf.

Mynd 2: Fæðusvæði (græn) og hefðbundin hrygningarsvæði loðnunnar (rauð). Mynd: Wikimedia commons.

MIK háfur er dreginn á 2,5-3,0 hnúta hraða á eftir skipinu og er slakað hægt og rólega niður á 100m dýpi og háfurinn síðan hífður aftur upp á yfirborð. Þetta tekur um það bil 30 mínútur. Út frá þessu er hægt að reikna út þéttleika loðnulirfa.

Eftir að háfurinn hefur verið hífður aftur um borð er sýnið flokkað (mynd 3) og loðnulirfurnar (mynd 4) eru taldar og varðveittar til greiningar eftir leiðangurinn. Lirfurnar eru kvarnaðar og í framhaldi af því eru kvarnirnar aldurslesnar. Kvarnir eru litlir kalksteinar sem tengjast jafnvægisskyni fisksins svipað og innra eyra hjá fólki. Kvarnirnar hafa vaxtarhringi, svipaðir og aldurshringir í trjám, sem hægt er að nota til að aldursgreina lirfurnar (í dögum). Með upplýsingum um sjávarstrauma er svo hægt að nota reklíkan til að staðsetja líklegt hrygningarsvæði lirfanna.

Mynd 3: Vinnsla sýnis.

Mynd 4: Loðnulirfur úr MIK háf.

Aðrar fisklirfur (mynd 5) eru einnig flokkaðar úr sýninu og geta þær nýst til rannsókna á öðrum tegundum sem vaxa upp í kringum landið.

Mynd 5. Lirfur annara tegunda sem hafa fengist í háfinn.

 

Advertisements