Lagt af stað í leiðangur / Departure IESSNS 2018

Árni at quay before departure

Mynd 1. Árni við bryggju fyrir brottför (mynd/fig JK)

Síðdegis mánudag 2. júlí eftir olíutöku lagði r/s Árni Friðriksson (Mynd 1) úr höfn til að taka þátt í árlegum fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas), eða eins og sagt er í daglegu tali, af stað í makríltúr (English below)

. Fyrirfram útsett stöðvanet í leiðangrinum má sjá á slóðinni:

 

http://www.hafro.is/skip/skip.html

 

Most of the participants on the first part of the survey

Mynd 2. Flestir þátttakendur í fyrri hluta leiðngurs (mynd/fig AHÓ/JK)

Okkar (Mynd 2) hlutverk er að tengja punktana og í aðalatriðum á hverri stöð:

 

* kasta sondu niður á allt að 500 m dýpi til að skrá hita og seltu,

* sækja sjó úr djúpinu til nánari athugana,

* draga dýrasvifs- og lirfuháfa til að meta tegundasamsetningu og þéttleika (Mynd 3),

* taka tog með flotvörpu í yfirborði til að meta magn síldar og makríls og sumstaðar dýpra til að ná í kolmunna (Myndir 4 og 5).

The MIK-larvae-net on deck

Mynd 3. MIK-lirfu-háfurinn á dekki (mynd/fig SÞJ)

The balloons on the Multpelt coming in

Mynd 4. Belgirnir á Multpelt flotvörpunni að koma inn (mynd/fig SÞJ)

Emptying the codend

Mynd 5. Sturtað úr poka (mynd/fig SÞJ)

 

Mannaskipti verða á Reyðarfirði 17. júlí og ráðgert er að leiðangri ljúki fimmtudaginn 2. ágúst.

 

Fjöldi rannsóknaverkefna nýtur góðs af sýnasöfnun í túrnum til viðbótar því að niðurstöður leiðangursins verða notaðar strax í haust við mat á útbreiðslu og stofnstærð makríls.

 

Tíminn á útstími var notaður til að fara yfir og ganga frá rannsóknaðastöðu um borð og uppsetningu veiðarfæra. Tókum fyrstu stöð eftir hádegi þriðjudag 3. júlí, og má segja að fréttnæmast hafi verið að síðasta verk á stöðinni var að sleppa 4 merktum grásleppum af ýmsum stærðum sem við vonum að komi fram í veiðunum á næstu grásleppuvertíðum.

Heading out on the survey

On Monday 2nd July, r/v Árni Friðriksson (Figure 1) filled up on fuel and headed out to participate in the 2018  IESSS (International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas), a.k.a. ‘mackerel survey’.Árni at quay before departure Figure 1. R/V Árni Friðriksson

Most of the participants on the first part of the survey

Figure 2. The crew and scientists of the first half of the survey (Fig. AHÓ/JK).

Our stations and current position can be followed from here:

Our main tasks are:

* take CTD casts down to 500 m to register chlorophyll, temperature and salinity,

* take seawater samples from multiple depths for different observations,

* deploy zooplankton- and larvae-nets to estimate species composition and density (Figure 3)

* deploy a pelagic trawl in the surface to estimate herring and mackerel abundance, and occasionally deploy this at deeper depths if blue whiting is detected on the sonar. (Figures 4 and 5).

 

The MIK-larvae-net on deck

Figure 3. Mid-water trawling plankton net (MIK) (Photo SÞJ)

The balloons on the Multpelt coming in

Figure 4. Hauling of the pelagic trawl (Photo SÞJ)

Emptying the codend

Mynd 5. Codend of the pelagic trawl (Photo SÞJ)

The survey will run until 2nd August with a crew changeover on the Reyðarfjörður 17 July.

A number of research projects benefit from sampling undertaken on the survey in addition to the survey providing age disaggregated indices of mackerel abundance to be used in the assessment of the distribution and abundance of the stock this autumn.

 

Time on the way out to the first station was used for checking and final setup of systems on-board, both in the lab and of the gear we will deploy. We took our first station in the afternoon on Tuesday 3 July, and it is notable that we finished it off by releasing 4 tagged lumpfish of various sizes, wich we hope will turn up in the fishery the coming lumpfish seasons.