Bananatog – Or: Towing in a circle

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 11:35, 29.júlí, 2017. Staðsetning 63.39ºN og 30.17ºV.

Eitt af verkefnum leiðangursins er að toga með sérstöku flottrolli á fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Flottrollið er sérstaklega hannað fyrir rannsóknir og er minna en flottroll sem fiskiskip nota. Rannsóknatrollið kallast „Multpelt832“ og er 832m að stærð en veiðitroll eru oft um 1200m. Rannsóknaveiðarfæri eru oft minni en venjuleg veiðarfæri þar sem tilgangur rannsókna er að ná í sýni sem er nógu stórt til að gefa rétt mynd af tegundarsamsetningu vistkerfisins og stærðardreifingu fiskitegundanna en ekki til veiða sem mest. Til að halda trollinu í yfirborði er fest segl og belgir á höfuðlínu sem við sjáum í yfirborðinu á meðan togað er. Við togum í 30 mínútur á 5 sjómílna hraða. Toghraðinn er nægilega mikill til að makríllinn sem kemur inní tollið getur ekki synt úr. Fyrir framan trollpokann er fiskalás sem lokast þegar við byrjum að hífa og hindrar fiskinn frá því að synda úr pokanum þegar við hífum. Þegar togið er búið er allur aflinn losaður niður á vinnsludekkið þar sem hann er vigtaður og flokkaður til tegundar. Að lokum er tekinn ákveðinn fjöldi fiska af hverri tegund til mæling á lengd, þyngd, kyni, kynþroska, aldri og magasýni tekið til greiningar í landi.

Myndband sem sýnir eitt yfirborðstog með Multpelt832. Time-lapse of a surface tow with Multpelt832.

On board the research vessel Árni Friðriksson, time: 11:35, 29.July 2017. Location 63.39ºN og 30.17ºV.

One major aim the survey is to measure abundance of mackerel with a specifically designed pelagic trawl called Multpelt832 at predetermined locations. The Multpelt832 is smaller than commercial pelagic trawl, 832m versus about 1200m. Scientific gear is usually smaller than commercial gear as the science gear is designed to catch enough to give a representative sample of species composition and size distribution of each target species. Floats and a kite are attached to the headline of the Multpelt832 to secure its location in the surface. The tow is standardized to be 30 min long at a speed of 5 nmi. The speed is fast enough to prevent large mackerel from escaping the gear. Inside the gear and in front of the cod-end there is a fish lock to prevent the fish from excaping during hauling. Once the trawl has been hauled on board the catch is weight and sorted to species in the processing plant below deck. A sub-sample is taken from each species and these specimen are weighted, length measure, aged, sex and maturity stage determined and a stomach sample is collected.

Advertisements