Björgunarstarf – Or: Árni to the rescue

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 09:53, 28.júlí, 2017. Staðsetning 63.48ºN og 22.29ºV (fyrir utan Grindavík).

Eins og þjóðin veit bjargaði áhöfn Árna Friðrikssonar þrem skipverjum af amerísku skútunni Valiant (40 feeta löng)  miðvikudaginn 26.júlí um klukkan 11:30 fyrir suðvestan íslensku landhelgina (um 61 29ºN og 30 17ºW). Sjá sjónvarpsklippu.

Mennirnir heita Wesley Derr Jones, Morrie Piersol og John Robert Forrest V og komu frá Virginia fylki í Bandaríkjunum.  Þeir voru á leiðinni frá Virginia til Reykjavík með viðkomu í Halifax og St. John´s í Kanada. Þeir eru vanir siglinum og hefur Wes nokkrum sinnum siglt milli Virginia og Evrópu á þessari skútu án nokkurra vandræða. Enginn þeirra meiddist þegar skútan fékk á sig brot en þeir voru orðnir kaldir og þrekaðir þegar við náðum þeim um borð. Vegna mikillar ölduhæðar var ekki hægt að flytja mennina úr Árna Friðrikssyni yfir í varðskip og var því ákveðið að þeir færu í land þegar Árni kæmi upp að Reykjanesinu. Árni er of djúpristur til að komast inn í höfnina í Grindavík.  Lóðsbáturinn frá Grindavík kom út og náði í Wes, Bob og Morrie eins og þeir eru kallaðir. Við óskum þeim góðrar dvalar á Íslandi og vonum að þeir komist heim heilu og höldnu.20464710_10155380523840953_909947726_oBob, Ingvi Friðriksson (skipstjóri á Árna/captain of the research vessel), Wes og Morrie.

20495860_10155380520505953_2140168684_oBob, Wes og Morrie komnir um borði í lóðsbátinn Bjarna Þór frá Grindavík. Safe on-board the pilot boat.

20447334_10155380525860953_1341408948_oLóðsbáturinn siglir tilbaka til Grindavíkur og við veifum til Bob, Wes og Morrie í síðasta sinn. The pilot boat sailing back to Grindavik with Wes, Bob and Morrie. We are waving goodbye for the last time.

On board R/V Arna Fridriksson at 5:30am July 4 2017. Location 65.16ºN – 25.49ºW.

As anybody reading the Icelandic media, the crew of Árna Friðrikssonar rescued three men of an American yacht called Valiant last Wednesday July 26 at 11:30 am southwest of the Icelandic EEZ (61 29ºN og 30 17ºW). See  news clip from the Icelandic TV station RUV.

The men are Wesley Derr Jones, Morrie Piersol and John Robert Forrest V from Virginia in USA.  None of them got injured  when the yacht capsized but they were getting cold and exhausted when we arrived at the scene.  Due to bad weather Wes, Bob and Morrie could not be transferred to the coastguard vessel. They were stuck on the reserch vessel for two days as we worked our way back to the Reykjanes Penisula where we arrived this morning. The research vessel is too big to enter the harbour in Grindavik,hence, the pilotboat from Grindavik picked up Wes, Bob and Morrie a few miles from shore.  We wish them a nice stay in Iceland and safe travels back to the States.

Advertisements