Líkamsræktin / The Gym

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 2:30, 17.júlí, 2017. Staðsetning 61.54ºN og 16.20ºV.

Nýja líkamsræktarstöðin Vöðvafræði í Árna Friðrikssyni er greinilega búin að slá í gegn.

Það er ekkert sjálfsagðara en að mæta í sjógallanum enda þarf maður ávallt að vera tilbúinn þegar kemur að næstu stöð.

Einkaþjálfarinn um borð er búinn að setja upp tímatöflu þar sem hóptími í „hot yoga“ er að næturlagi til að koma í veg fyrir að rannsóknarfólk og aðrir áhafnameðlimir sökkvi sér ofan í nammiskálina á milli stöðva. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin úr einum af yoga tímunum. Einnig eru tabata tímarnir vinsælir og þarf fólk að skrá sig í tímann til að fá öruggt pláss. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Vöðvafræði en einnig er hægt að kaupa klippikort, skráning fer fram hjá fyrsta stýrimanni. Verð fer eftir hæð, aldri og húmor.

On board R/V Arna Fridriksson at 2:30am July 17 2017. Location 61.54ºN – 16.20ºW.

A new gym has open on-board and a private trainer has been hired. To maximize our fitness before the survey ends we use every free minute in the gym. Fully decked in our oil skins waiting for the trawl to surface does not stop us from getting a few more workouts done. Specifically popular is oil-skin-hot-yoga class, the mid-night full moon version, see attached pictures. The classes have become so popular that you have to reserve a spot in advance. You can also buy a subscription from the 1st mate. Price vary and depend on height (in fathoms), age (in days) and humor (all languages welcome).

Advertisements