Lögð af stað / On our way!

English below

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 5:30, 4.júlí, 2017.
Staðsetning 65.16ºN og 25.49ºV.

Þetta er áttunda árið sem Hafrannsóknastofnunin tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknarleiðangri á uppsjávarlífríki norðaustur Atlantshafs að sumarlagi (opinbert heiti: „International Summer Survey in Nordic Seas“). Alls taka fimm skip þátt í leiðangrinum og koma þau frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi, auk Íslands. Nýlunda þetta árið er að við um borð í Árna Friðrikssyni ætlum að blogga um leiðangurinn þar sem við segjum ykkur frá vísindunum, lífinu um borð og öðru skemmtilegu og skrítnu sem á daga okkar drífur.

Markmið leiðangursins er að rannsaka alla hlekkina í uppsjávarvistkerfinu frá frumframleiðni sjávar til hvala. Skipulag leiðangursins er að við siglum eftir leiðarlínum og söfnum sýnum á stöðvum sem hafa fyrirfram ákveðnar staðsetningar. Á leiðarlínum er bergmálstækni notuð til að mæla endurvarp frá kolmunna og síld, hvalir eru skráðir, síritar mæla hitastig og frumframleiðni í yfirborði sjávar, og ljósmagn við yfirborð. Á stöðvum er mikið um að vera, þar sem við söfnum dýrasvifi, fiskilirfum og fiskiseiðum, togum í yfirborði til að meta magn makríls, mælum hitastig og seltu frá yfirborði niður á 500m dýpi, og söfnum vatnssýnum fyrir mælingar á blaðgrænu og næringarefnum.

Við lögðum úr höfn í Reykjavík kvöldið 3.júlí 2017 og siglum í norðvestur (sjá kort: http://www.hafro.is/skip/skip.html). Fyrsta stöðin (65.55ºN – 28.12ºW)er vestur af Látrabjargi og við verðum þar klukkan 11 þriðjudaginn 4.júlí.

Framundan eru um 30 dagar á sjó þar sem við munum taka 80 togstöðvar og sigla um 6000 sjómílur.

Velkomin í leiðangur með okkur.

On board R/V Arni Fridriksson at 5:30am July 4 2017.
Location 65.16ºN – 25.49ºW.

This is the 8th year the Marine and Freshwater Research Institute participates in the International Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS) along with vessels from Norway, Faroe Islands, and Greenland. We, the crew on R/V Arni Fridriksson, are going to blog about the survey. We will share our sciences and the daily grind with you, and tell fun stories about the interesting and amazing moments that can only happen at sea.

Aim of the survey is to investigate all the major players in the pelagic ecosystem from primary production to whales. The survey design includes transects and stations at predetermined locations. On the transects, we use hydro acoustics to measure abundance of blue whiting and herring, and whale sightings are recorded. We also continuously record temperature and primary production in the surface mixed layer, and luminescence at the surface. At stations, we collect zooplankton and fish larvae samples, preform surface trawling for mackerel, measure temperature and salinity from surface to 500 m, and collect water samples to measure chlorophyll and nutrients.

We left Reykjavík in the evening of July 3, heading northwest (see map: http://www.hafro.is/skip/skip.html) and we will be at the first station ( 65.55ºN – 28.12ºW) at 11am July 4.

Ahead are 30 days at sea where we will sample 80 stations and sail 6000 nmi.

Welcome on a voyage with us.

Advertisements