Whales, Whales, Everywhere!

On board R/V Arna Fridriksson at 11:30pm July 30 2017. Location 62.38ºN – 37.48ºW

What a day we had today, started off with a purple sky, a beautiful sunrise and calm seas. Minke whales, fin whales, sperm whales and dolphins (likely white-beaked) and lots of unidentified whales. The sea was calm and the visibility so clear we could see blows up to 4km away so identification was not always possible. The sightings just kept rolling in with a total of 40 by the end of the day! This was the highest record of sightings per day we had for the trip. Greenland were really putting on a good show for us! We went to bed sun-kissed and smiling! Cheers Greenland, hopefully we’ll make it back someday!

Sperm whale, Physeter macrocephalus
Advertisements

Bananatog – Or: Towing in a circle

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 11:35, 29.júlí, 2017. Staðsetning 63.39ºN og 30.17ºV.

Eitt af verkefnum leiðangursins er að toga með sérstöku flottrolli á fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Flottrollið er sérstaklega hannað fyrir rannsóknir og er minna en flottroll sem fiskiskip nota. Rannsóknatrollið kallast „Multpelt832“ og er 832m að stærð en veiðitroll eru oft um 1200m. Rannsóknaveiðarfæri eru oft minni en venjuleg veiðarfæri þar sem tilgangur rannsókna er að ná í sýni sem er nógu stórt til að gefa rétt mynd af tegundarsamsetningu vistkerfisins og stærðardreifingu fiskitegundanna en ekki til veiða sem mest. Til að halda trollinu í yfirborði er fest segl og belgir á höfuðlínu sem við sjáum í yfirborðinu á meðan togað er. Við togum í 30 mínútur á 5 sjómílna hraða. Toghraðinn er nægilega mikill til að makríllinn sem kemur inní tollið getur ekki synt úr. Fyrir framan trollpokann er fiskalás sem lokast þegar við byrjum að hífa og hindrar fiskinn frá því að synda úr pokanum þegar við hífum. Þegar togið er búið er allur aflinn losaður niður á vinnsludekkið þar sem hann er vigtaður og flokkaður til tegundar. Að lokum er tekinn ákveðinn fjöldi fiska af hverri tegund til mæling á lengd, þyngd, kyni, kynþroska, aldri og magasýni tekið til greiningar í landi.

Myndband sem sýnir eitt yfirborðstog með Multpelt832. Time-lapse of a surface tow with Multpelt832.

On board the research vessel Árni Friðriksson, time: 11:35, 29.July 2017. Location 63.39ºN og 30.17ºV.

One major aim the survey is to measure abundance of mackerel with a specifically designed pelagic trawl called Multpelt832 at predetermined locations. The Multpelt832 is smaller than commercial pelagic trawl, 832m versus about 1200m. Scientific gear is usually smaller than commercial gear as the science gear is designed to catch enough to give a representative sample of species composition and size distribution of each target species. Floats and a kite are attached to the headline of the Multpelt832 to secure its location in the surface. The tow is standardized to be 30 min long at a speed of 5 nmi. The speed is fast enough to prevent large mackerel from escaping the gear. Inside the gear and in front of the cod-end there is a fish lock to prevent the fish from excaping during hauling. Once the trawl has been hauled on board the catch is weight and sorted to species in the processing plant below deck. A sub-sample is taken from each species and these specimen are weighted, length measure, aged, sex and maturity stage determined and a stomach sample is collected.

Farin til Grænlands í helgarheimsókn or Gone to Greenland for the weekend

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 6:30, 30.júlí, 2017. Staðsetning 62.39ºN og 35.10ºV.

Ef þið skoðið kortið af staðsetningu Árna þá sjáið þið að við erum farin til Grænlands: http://www.hafro.is/skip/skip.html. Kortið er rétt. Við erum farin í helgarheimsókn til Grænlands. Árni er leigður til grænlensku náttúrufræðistofunarinnar (www.natur.gl) í 4 daga til að rannsaka útbreiðslu uppsjávarfiska fyrir norðan íslensku landhelgina (gert í fyrra hluta leiðangursins) og til að taka 7 yfirborðstogstöðvar í grænlenskri landhelgi. Það er ekki hægt að segja annað en að Grænlendingar hafi tekið vel á móti okkur þar sem ég sá loksins sólarupprás í morgun. Þetta er dagur 28 og fyrsta sólarupprásin sem við sáum. Þoka hefur skyggt á sólarupprás hina 27 dagana. Þetta eru hvorki ýkjur né vestfirsk frásagnagleði heldur hárnákvæmar og vísindalega mælingar á sólarmagni. Við erum núna búin með 2 af 7 stöðvum og búumst við að koma „heim“ í íslenska landhelgi á mánudags eftirmiðdag.

Leitarlínur og togstöðvar Árna Friðrikssonar. Árni er rauða merkið. Bleiku fylltu hringirnir eru togstöðvarnar sem Árni tekur fyrir Grænlendinga. Dökk bláa línan eru leitarleggirnir sem Árni er búinn með. Þykka svarta lína og þykka græna línan eru leitarleggirnir sem Árni á eftir að sigla. Survey track and predetermined surface trawl stations for R/V Árni Fridriksson. The vessel is the red cross-hair symbol. The filled pink symbols are the predetermined surface trawl station rental work for Greenland. The dark blue lines are is the survey track we have already covered. The black and the green thick lines is the survey track to be done.
Fyrsta sólarupprásin og það á degi 28. The first sunrise on day 28.
On board R/V Arna Fridriksson at 35:30am July 30 2017. Location 62.39ºN – 35.10ºW.

If you look at our online track, you might notice we have left for Greenland (http://www.hafro.is/skip/skip.html.). The map is not lying, we are in Greenland for the weekend. The vessel is rented to the Greenland Institute of Natural Research (www.natur.gl) for four days during the survey. Part of the rental work is to do seven standardize surface trawl stations in Greenland waters. I have to say that Greenland gave us an exceptionally warm welcome. We saw the first sunrise during the survey this morning. This is day 28. The other 27 sunrises where hidden from our eyes by a cold dark fog. Yes, all 27 days were foggy and I can prove it with accurate scientific measurements. Now, we have finished 2 of 7 trawl stations and we expect of arrive “home” in the Icelandic EEZ by Monday afternoon.

Ný fiskitegund ? / A new fish species?

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 7:15, 22.júlí, 2017. Staðsetning 60.15ºN og 22.43ºV.

Við erum stödd sunnarlega á Reykjaneshrygg á svæði sem við heimsækjum ekki oft. Aflinn hérna var áhugaverð blanda af smágerðum uppsjávarfiskategundum sem íslensk fiskskip veiða ekki.

Adda að sorter aflann til tegundar. Adda identifying the catch to species.

Meðal þeirra tegunda sem Adda fann í sýninu var litla geirsíli, laugasíld, íslaxsíld, smokkfiskur, ógreind laxsíld og síðan var fiskitegnund sem ekkert okkar hafði séð áður og fannst ekki í íslensku fiskabókinni. Þið verðið að afsaka lélega upplausn á myndun en eina leiðin til að koma myndunum á netið var að minnka upplausnina.

Smágerður uppsjávarfiskur af óþekktri tegund. An unknown small pelagic fish species.

Við frystum nokkra fiska af óþekktu tegundinni til að taka með okkur á Skúlagötunna. Við vonum að Jón Björn, sérfræðingur í sjaldgæfum fiskum, geti sagt okkur hvaða tegund þetta er.

On board R/V Arna Fridriksson at 7:15 am July 22 2017. Location 60.15ºN – 22.43ºW.

We are located at the southern end of the Reykjanes ridge and the catch composition is different than usually. This is an area we infrequently visit. We caught a few kilos that was a mixture of various small pelagic fish species that are not commercially fished. One of the species was new to us and we could not find it in our (Icelandic) fish identification book. We froze a few specimen to show to Jon Bjorn, the rare fish specialist at Institute. We are optimistic he can tell us which species this is. We are sorry about the low picture resolution. Low resolution was the only option for uploading pictures successfully.

Björgunarstarf – Or: Árni to the rescue

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 09:53, 28.júlí, 2017. Staðsetning 63.48ºN og 22.29ºV (fyrir utan Grindavík).

Eins og þjóðin veit bjargaði áhöfn Árna Friðrikssonar þrem skipverjum af amerísku skútunni Valiant (40 feeta löng)  miðvikudaginn 26.júlí um klukkan 11:30 fyrir suðvestan íslensku landhelgina (um 61 29ºN og 30 17ºW). Sjá sjónvarpsklippu.

Mennirnir heita Wesley Derr Jones, Morrie Piersol og John Robert Forrest V og komu frá Virginia fylki í Bandaríkjunum.  Þeir voru á leiðinni frá Virginia til Reykjavík með viðkomu í Halifax og St. John´s í Kanada. Þeir eru vanir siglinum og hefur Wes nokkrum sinnum siglt milli Virginia og Evrópu á þessari skútu án nokkurra vandræða. Enginn þeirra meiddist þegar skútan fékk á sig brot en þeir voru orðnir kaldir og þrekaðir þegar við náðum þeim um borð. Vegna mikillar ölduhæðar var ekki hægt að flytja mennina úr Árna Friðrikssyni yfir í varðskip og var því ákveðið að þeir færu í land þegar Árni kæmi upp að Reykjanesinu. Árni er of djúpristur til að komast inn í höfnina í Grindavík.  Lóðsbáturinn frá Grindavík kom út og náði í Wes, Bob og Morrie eins og þeir eru kallaðir. Við óskum þeim góðrar dvalar á Íslandi og vonum að þeir komist heim heilu og höldnu.20464710_10155380523840953_909947726_oBob, Ingvi Friðriksson (skipstjóri á Árna/captain of the research vessel), Wes og Morrie.

20495860_10155380520505953_2140168684_oBob, Wes og Morrie komnir um borði í lóðsbátinn Bjarna Þór frá Grindavík. Safe on-board the pilot boat.

20447334_10155380525860953_1341408948_oLóðsbáturinn siglir tilbaka til Grindavíkur og við veifum til Bob, Wes og Morrie í síðasta sinn. The pilot boat sailing back to Grindavik with Wes, Bob and Morrie. We are waving goodbye for the last time.

On board R/V Arna Fridriksson at 5:30am July 4 2017. Location 65.16ºN – 25.49ºW.

As anybody reading the Icelandic media, the crew of Árna Friðrikssonar rescued three men of an American yacht called Valiant last Wednesday July 26 at 11:30 am southwest of the Icelandic EEZ (61 29ºN og 30 17ºW). See  news clip from the Icelandic TV station RUV.

The men are Wesley Derr Jones, Morrie Piersol and John Robert Forrest V from Virginia in USA.  None of them got injured  when the yacht capsized but they were getting cold and exhausted when we arrived at the scene.  Due to bad weather Wes, Bob and Morrie could not be transferred to the coastguard vessel. They were stuck on the reserch vessel for two days as we worked our way back to the Reykjanes Penisula where we arrived this morning. The research vessel is too big to enter the harbour in Grindavik,hence, the pilotboat from Grindavik picked up Wes, Bob and Morrie a few miles from shore.  We wish them a nice stay in Iceland and safe travels back to the States.

Útvarpið klikkar ekki – “I heard it on the radio”

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 17:05, 22.júlí, 2017. Staðsetning 60.18ºN og 25.25ºV.

Eins og þjóðin veit þá eru stelpurnar okkar að keppa á EM þessa dagana. Okkur var búið að hlakka til að sjá leikinn við Sviss í marga daga og svo loksins var leikdagurinn loksins kominn. Það var búið að poppa, koma sér vel fyrir, svo var kveikt á sjónvarpinu og……………..við vorum komin út fyrir gervihnattarsvæðið og ekkert sjónvarp. Bjössi gerði margar tilraunir til að tengjast öllum gervihnöttum sem eru í boði en ekkert samband náðist. Það var ekkert internet heldur. En útvarpið virkaði og við hlustuðum á stelpurnar okkar tapa. Þannig ef þið eigið eitt eldgamalt útvarpstæki í geymslunni og eruð að hugsa um að henda því í næstu tiltekt þá mæli ég með að geyma það því útvarpið virkar þegar allt annað klikkar. Eftir leikinn var videókvöld hjá okkur þar sem rykið var þurrkað af myndbandspólu sem sett var í myndbandstæki. Þetta er lygi. Við tengdum flakkara og horfðum á Rambó. Vá, það eru nokkrir áratugir síðan ég horfði á Rambó og það á laugardagskvöldi.

 

On board R/V Arna Fridriksson at 5:05pm July 22 2017. Location 60.18ºN – 25.25ºW.

The Icelandic women soccer team is competing at the UEFA Women’s EURO 2017 and the second game was yesterday against Switzerland. We were looking forward to the game for days, the popcorn was ready and we had practiced our supportive chant. Then we turned on the TV and no signal. We are located that far from the next civilization that we are outside satellite range. Bjossi made many attempts to connects to various satellites to no avail. No satellite connection also results in no internet. It felt like an end of civilization scenario. The only contact to planet Earth that functioned was the transducer radio. We literally listened to our team loose the game and be eliminated from the EM 2017. That hurt. After the game we had an old fashion “video night”. We found a VHS cassette video and played it in a VHS tape player. That is a lie. We connected an external drive to the TV and watch Rambo (not a lie). When was the last time you watch Rambo on a Saturday night? It has been decades for me. This is one of the things you would only do on a boat located outside civilization. One more thing, if you still have an old transducer radio in your storage room, keep it. It is more reliable than all the fancy new gadgets.

Þátttakendurnir í IESSNS/ makrílleiðangrinum sumarið 2017 – fyrri hlutinn.

Tíminn líður og fyrri luti leiðangursisn er nú búinn og það var skipt um hluta áhafnar í Vestmannaeyjum 19.júlí. Mig langar að segja frá þessu góða fólki sem var með okkur í fyrri hlutanum og einnig að þakka fyrir samveruna. Netsambandið er ekki nógu gott til að hægt sé að setja inn myndir en flestir eru á hópmyndinni.

Í fyrri hlutanum voru um borð 26 manna úrvalshópur og sú mikilvægasta er kokkurinn, Julita og Frímann aðstoðarmatsveinn. Þau dekra við okkur alla daga með tveim heitum máltíðum á dag, nýbakað sætabrauð með kaffinu og snarl á kvöldin. Þetta er svona dekur eins og maður fékk hjá ömmu í gamla daga.

Siggi er aðalmaðurinn í bergmálsherberginu. Hann er ómissandi. Hann veit allt um bergmálstæki, tölvumál, ótal önnur mælitæki og leysir öll okkar vandamál á þeim sviðum. Hægri hönd hans er Georg sem er í þjálfun hjá Sigga í öllu sem viðkemur veiðafæramælum, R-skriftum og tölvumálum í skipum. Í aukastarfi leysir Georg mig af á bergmálsvaktinni svo ég komist í ræktina.

Bárður, Björn, Kristján og Gunnar eru strákarnir okkar á dekkinu. Allir nema Kristján eru í sínum fyrsta túr og mörg handtökin fyrir þá að læra þar sem þeir sjá um alla sýnatöku. Það þarf að kasta trollinu, koma fiskalirfuháfnum í sjóinn og um borð án þess að hann rekist í rennuna og skemmist. Svo þarf að láta hita- og seltumæli með sjótökum síga niður á 500 m og taka átuháf. Þetta þarf allt að gerst hratt og örugglega án þess að nokkur meiði sig og það á hvaða tíma sólarhrings sem er. Strákarnir standa sig með prýði og eru óðum að ná tökum á hinum ýmsu tækjum.

Reynsluboltarnir á dekkinu sjá um kennslu í verkum sem þarf að vinna á dekkinu. Strákarnir eru í öruggum höndum hjá Jóa, Bjarna, Ívari, Munda og Guðmundi. Þeir kenna fleirum en nýju hásetunum, þeir kenna okkur vísindamönnunum ýmislegt nytsamlegt eins og fara okkur ekki að voða á dekkinu og hvernig á að festa hluti almennilega þannig þeir haldist á sínum stað í hvaða veðri sem er.

Vélstjórarnir eru kóngarnir í kjallaranum. Það er alltaf gaman að fara niður í spjall til þeirra. Þar er talað um allt milli himins og jarðar þó sérstaklega um kórsöng og golf. Þeir halda skipinu og öllum tækjum gangandi, bókstaflega. Síðast viðgerðin var að losa stíflu úr fráfallinu á sjósírítanum. Fráfallsrörið var fullt af litlum kræklingum sem Reynir náði að losa. Stíflan uppgötvaðist sem betur fer áður en sjórinn var farinn að flæða fram á gang og það sparaði okkur stór þrif.

Agnar er mannafróðastur um allt sem viðkemur sýnatöku á fiskum. Svo sest hann stólinn í brúnni í sumum túrum þar sem hann er með skipstjórnarréttindi. Bjössi stjórnar loðnulirfuverkefninu og veit allt um fiskaungviði, dægurbauga og lirfuháfa. Lína notar frívaktina í að fylgjast með því hvernig mönnunum hennar gengur í golfinu. Sólrún, hún rokkar nýju ræktina, veit allt um átu og hefur einstakt lag á að láta Jóa stjana við sig. Hún er sú eina sem Jói naglalakkar fyrir morgunmat.

Gestirnir okkar eru Ayca og Róisín. Þær eru doktorsnemar í líffræði og eru að rannsaka útbreiðslu háhyrninga í NA-Atlantshafi. Þær eyða deginum upp á brúarþakinu að brosa framan í hvali og taka myndir því sem fyrir augu ber. Þær hafa mikla reynslu af hvalarannsóknum bæði á fiskiskipum og olíuleitarskipum og eru búnar að kenna okkur ýmislegt um sjávarspendýr.

Roisin and Ayca

Kallinn í brúnni er Heimir og hann ræður. Haddi og Sigurður Viggó eru honum til aðstoðar og eru manna flínkastir í stjórna trollinu samkvæmt nákvæmum fjölþjóðastaðli þar sem hvert skref er mælt í mínútum eða metrum og rétt verður að vera rétt og ekkert hér um bil er leyft.

Ég (Anna Heiða) er leiðangursstjórinn og er í minni jómfrúarferð. Ég hefði ekki geta beðið um betri kennara en þessar 25 manneskjur sem eru með mér um borð í Árna. Þau hafa af þolinmæði og hjartahlýju kennt mér hvað felst í starfi leiðangursstjórans. Takk fyrir það.

 

 

20 days at sea

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 14:08, 22.júlí, 2017. Staðsetning 60.16ºN og 24.09ºV. – On board the research vessel Árni Friðriksson, time: 2:08pm, July 22 2017. Location 60.16ºN and 24.09ºV.

Now we have been at sea for 20 days. In this time we have completed 60 stations and there are many more to come. Does it feel that long ago that we left Reykjavik harbor?

 

Bergmál – Or: Where the magic happens

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 13:15, 21.júlí, 2017. Staðsetning 62.46ºN og 22.23ºV.

Vinnan hjá bergmálsdeildinni er skemmtileg blanda af líffræði og
verkfræði. Það eru sendar út hljóðbylgjur frá botnstykki undir skipinu og síðan er styrkur endurvarpsins sem kemur tilbaka mældur. Mest af
endurvarpi frá fiskum kemur frá loftinu í sundmaganum. Til að breyta
endurvarpinu í fjölda fisk þarf að taka togsýni. Tegundasamsetning og
lendgardreifing aflans er notuð til að reikna fjölda fisk út frá
endurvarpstyrknum. Við notum bergmál til að mæla magn kolmunna og síldar en ekki makríls þar sem hann hefur ekki sundmaga. Við í bergmálinu eyðum vinnudeginum í að horfa á tölvuskjá og bíðum eftir því að eitthvað birtist á skjáinn.

On board R/V Arna Fridriksson at 13:15am July 21 2017. Location 62.46ºN – 22.23ºW.

Working in fisheries accustics is an interesting mix between biology and engineering. A soundwave is sent from a transducer at the bottom of the ship and the stength of the returning echo measured and analyzed. Most of fish echo originates from their swimbladder. Biological sampling is needed to convert the echo into number of fish of a specific speceis. We have to trawl regularly for ground truthing of the echo. The echo sounder is not able to detect mackerel because they do not have a swimbladde but is used to estimate abundance of blue whiting and herring. These are long workdays waiting for the screens to change and reveal what the oceans are hiding.

Líkamsræktin / The Gym

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kl: 2:30, 17.júlí, 2017. Staðsetning 61.54ºN og 16.20ºV.

Nýja líkamsræktarstöðin Vöðvafræði í Árna Friðrikssyni er greinilega búin að slá í gegn.

Það er ekkert sjálfsagðara en að mæta í sjógallanum enda þarf maður ávallt að vera tilbúinn þegar kemur að næstu stöð.

Einkaþjálfarinn um borð er búinn að setja upp tímatöflu þar sem hóptími í „hot yoga“ er að næturlagi til að koma í veg fyrir að rannsóknarfólk og aðrir áhafnameðlimir sökkvi sér ofan í nammiskálina á milli stöðva. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin úr einum af yoga tímunum. Einnig eru tabata tímarnir vinsælir og þarf fólk að skrá sig í tímann til að fá öruggt pláss. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Vöðvafræði en einnig er hægt að kaupa klippikort, skráning fer fram hjá fyrsta stýrimanni. Verð fer eftir hæð, aldri og húmor.

On board R/V Arna Fridriksson at 2:30am July 17 2017. Location 61.54ºN – 16.20ºW.

A new gym has open on-board and a private trainer has been hired. To maximize our fitness before the survey ends we use every free minute in the gym. Fully decked in our oil skins waiting for the trawl to surface does not stop us from getting a few more workouts done. Specifically popular is oil-skin-hot-yoga class, the mid-night full moon version, see attached pictures. The classes have become so popular that you have to reserve a spot in advance. You can also buy a subscription from the 1st mate. Price vary and depend on height (in fathoms), age (in days) and humor (all languages welcome).